Fimmtudaginn 13. júlí kl.17:00 opnar YPSILON, ný hönnunarverslun, á 2. hæð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2.
Verslunin er rekin af fimm hönnuðum og einum myndlistarmanni, en á bak
við
YPSILON standa merkin
AND ANTI MATTER, USEE Studio, KOLBRUN og
TANJA
LEVÝ.
Í kynningu segir:
„YPSILON er samvinnuverslun, fegurðarmusteri og skínandi geimskip í íslenskri hönnunarflóru. YPSILON selur vörur, YPSILON framleiðir vörur, YPSILON er samsetning sex einstaklinga sem saman mynda eina veröld, fallegri en raunveruleikann.“
Verslunin kemur til með að selja flíkur fyrir fólk, ljós skúlptúra, ilmvötn, tímarit, skartgripi, heimilisprýði og ýmislegt fleira.
Smelltu hér til að lesa meira um merkin á bak við
YPSILON.