Forsíða HA 05. Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir.
Listræn stjórnun og stílisering: María Kristín Jónsdóttir og Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir
Hönnuðir og arkitektar fögnuðu vorútgáfu HA í Hönnunarmiðstöð Íslands. HA er tímarit sem fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr sem kom fyrst út á HönnunarMars 2015. Tímaritið er gefið út tvisvar á ári á íslensku og ensku.
Eins og vorútgáfu
HA sæmir þá er fjallað um nokkur verkefni sem kynnt voru á síðastliðnum
HönnunarMars. Þar á meðal er viðtal við hönnunarteymið
And Anti Matter, sem sýndi hvað umgjörð sýningar getur skipt miklu máli. Einnig er fjallað um verkefni
Sigga Odds þar sem rúnir ráða ríkjum og nýja fatalínu
Anítu Hirlekar en þau vöktu bæði verðskuldaða athygli á HönnunarMars.
Skipulagsmál borgarinngar eru skoðuð út frá nýjum sjónarhorni, kannað hvort menntaverkefnið
Biophilia hafi stuðlað að nýsköpun í skólum og hrist upp í hefðbundnum kennsluaðferðum á Norðurlöndum. Jafnframt er að finna viðtal við eigendur
Tulipop en fyrirtækið er að hefja innrás á bandarískan markað og kynnti nýlega visthverfa viðbót við vörulínur sínar.
Þá er rætt við
Búa Bjarmar vöruhönnuð sem fjallar um skítlegan áhrifavald sinn og skartgripahönnuðurinn
Guðbjörg í
Aurum deilir úr viskubrunni sínum.
Síðast en ekki síst er að finna í ritinu tvo hugvíkkandi myndaþætti sem sýna okkur fegurðina í hversdagsleikanum og litríkar samsetningar af íslenskri hönnun.
Fleiri myndir frá útgáfuhófi væntanlegar á Facebook
síðu HA.
Ljósmyndir: Ragna Margrét Guðmundsdóttir.
Tímaritið fæst í öllum verslunum Eymundsson og flestum hönnunartengdum
verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, s.s. verslunum Epal, Kraum, Hrím,
Aurum, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og víðar.
HA á
netinu
HA á
facebook
HA á
instagram