Ársfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn í Aðalstræti 2,
miðvikudaginn 17.maí, kl.17:17. Þá fer einnig fram 2. úthlutun úr
Hönnunarsjóði fyrir árið 2017.
-
Ertu forvitin/nn um starfssemi Hönnunarmiðstöðvar Íslands?
-
Viltu fræðast um það hvað gerðist á árinu / er að fara gerast?
-
Eða viltu kannski bara hitta hönnuði og skála fyrir sumrinu?
Þá ertu velkomin/nn á ársfund
Hönnunarmiðstöðvar Íslands miðvikudaginn 17.maí kl.17:17, en þá fer einnig fram 2. úthlutun úr
Hönnunarsjóði fyrir árið 2017.
Dagskrá
-
Ávarp | Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
- Ávarp | Hugvekja, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, nýútskrifaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands.
-
Annáll Hönnunarmiðstöðvar | Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri, og Hörður Lárusson, formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar.
-
Úthlutun úr Hönnunarsjóði | Halldóra Vífilsdóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
-
Dj Djús-í-glas leikur létta tóna
Fundarstjóri er
Arnar Fells, ritstjóri
HA.
Hönnunarmiðstöð Íslands, Aðalstræti 2.
Léttar veitingar og svalandi drykkir. Allir velkomnir!
Viðburður á Facebook