Fréttir

8.5.2017

Vorsýning nemenda Hönnunar- og nýsköpunarbrautar



Nemendur á hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans sýna afrakstur vinnu sinnar veturinn 2016-2017 á sýningu í matsal nemenda í aðalbyggingu skólans á Skólavörðuholti. Sýningin stendur yfir 10. – 15. maí og er opin á virkum dögum kl. 13:00 -16:00 og laugardaginn 13. maí kl. 10:00 -14:00. Lokað er sunnudaginn 14. maí.

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk nemenda sem gefa yfirlit yfir vinnu ólíkra áfanga brautarinnar.

Markmið námsins er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu á brautinni lýkur með stúdentsprófi. Einnig er boðið upp á eins árs fornám fyrir nemendur með stúdentspróf. Námið brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit.

Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu.
















Yfirlit



eldri fréttir