Fréttir

12.3.2017

Sýningaropnun | Roundabout Baltic PLUS Iceland



Sýningin Roundabout Baltic PLUS Iceland opnar í Norræna húsinu sunnudaginn 12. mars kl. 14:00. Sýnining er skipulögð í samstarfi við Adam Mickiewicz stofnunina og er hluti af HönnunarMars, en þar eru sýndir munir sem hannaðir hafa verið í þeim löndum sem sameinuð eru af strandlínu Eystrasaltsins.

Sýningin hefur nú þegar verið sett upp í Svíþjóð, Eistlandi og Lettlandi en þar eru verk eftir fleiri en 40 hönnuði frá átta löndum. Við komuna til Reykjavíkur var dæmum um íslenska samtímahönnun, sem eru innblásin af hafinu og sjávarlandslagi, bætt við. Nánar á vef Norræna hússins.

Viðburður á facebook
















Yfirlit



eldri fréttir