Ljósmynd: Lorena Sendic Silvera.
Félag vöru- og iðnhönnuða skrifuðu, fyrst allra aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands, undir samning í desember um að miðstöðin taki að sér umsýslu og þjónustu við félagsmenn.
Umræður um slíkan saming hefur staðið í langan tíma enda er
Hönnunarmiðstöð í eigu félaganna og tilvalinn vettvangur til að efla árangur og þjónustu og samtal við félagsmenn og samfélagið allt.
Gert er ráð fyrir að þessi samingur sé sá fyrsti af mörgum því fleiri félög munu fylgja í kjölfarið. Samþjöppun í baklandi
Hönnunarmiðstöðvar mun skila sér í mun öflugri miðstöð sem getur beitt sér betur í þágu hönnuða og arkitekta og þeirra gæða og verðmætasköpunar sem sem getur falist í íslenskri hönnun á sviði viðskipta, samfélgas og menningar.
Markmið samningsins er að efla og skilgreina betur þjónustu
Hönnunarmiðstöðvar við hönnuði og arkitekta. Unnið er að því að auka gæði og hagræði auk þess að samnýta krafta og fjármagn félaganna eins og kostur er.
Ertu hönnuður eða arkitekt en átt eftir að skrá þig í aðildarfélag? Ef svo er þá getur þú skráð þig hér, sjá tengil hér fyrir neðan:
Brynhildur Pálsdóttir, formaður Félags vöru- og iðnhönnuða, og Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands við undirritun samnings.
Í samningi
Hönnunarmiðstöðvar Íslands og
Félags vöru- og iðnhönnuða felast eftirfarandi atriði:
Þjónusta við félagsmenn
- Umsýsla með Hönnunarsjóði og barátta fyrir eflingu hans
- 50% afslátt af þátttöku í HönnunarMars og endurgjaldslaus þátttaka í DesignMatch
- Afsláttur af miðum á DesignTalks á HönnunarMars
- HA - tímarit um hönnun og arkitektúr, sent heim 2 sinnum á ári
- Endurgjaldslaus þátttaka í viðburðum Hönnunarmiðstöðvar:
- SmallTalks fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Hörpu, Hönnunarverðlaunum Íslands og fagráðstefnum.
- Svæði í nýjum vef Hönnunarmiðstöðvar (og félaganna) þar sem meðlimir uppfæra upplýsingar og myndir sjálfir (í vinnslu).
- Afsláttarskírteini í söfn, hönnunarbúðum, hjá völdum þjónustuaðilum og framleiðendum (fyrir lágmark 300 einstaklingar)
- Fræðsla og ýmsar uppákomur Hönnunarmiðstöðvar, endurgjaldslaust eða með góðum afslætti
- Fréttabréf, fréttaveitur, og samfélagsmiðlar
- Þjónusta og ráðgjöf
- Aðgangur að lögfræðiþjónustu hjá Myndstefi.
Hönnunarmiðstöð Íslands
- Vinnur að og ver hagsmuni hönnuða og arkitekta.
- Veitir aðstoð og samstarf um viðburði og samkeppnir
- Þróar sameignlegan vef Hönnunarmiðstöðvar og félaganna.
- Hýsir stjórnar- og félagsfundi
- Hýsir tímabundin sérverkefni
- Innheimtir félagsgjöld
- Heldur utan um félagaskrár
Félagið
- Ber ábyrgð á starfsemi síns félags og faglegri umræðu.
- Ber ábyrgð á að uppfæra félagaskrár í samstarfi við starfsmann Hönnunarmiðstöðvar
- Veitir Hönnunarmiðstöð upplýsingar um þau mál sem brenna á félagsmönnum
- Skipuleggur viðburði fyrir félagsmenn með eða án Hönnunarmiðstöðvar.
- Hefur aðgang að kynningarfarvegum Hönnunarmiðstöðvar, svo sem fréttabréfum, fréttaveitu ofl.
- Tekur þátt í samstarfi um skipulagningu SmallTalks fyrirlestraraðar Hönnunarmiðstöðvar í Hörpu.
- Skipar fulltrúa faghópsins í dómnefndir, verkefni, nefndir, ráð og stjórnir.
- Sinnir alþjóðlegu samstarfi síns félags, með aðstoð Hönnunarmiðstöðvar ef þarf.
Ábyrgð
Félög hönnuða og arkitekta eiga
Hönnunarmiðstöð Íslands og bera ábyrgð á starfsemi hennar.
Hönnunarmiðstöð ber ábyrgð á að framfylgja samningnum eins og best verður á kosið í góðu samstarfi við stjórnir félaganna.
Félögin bera ábyrgð á að framfylgja samningnum eins og best verður á kosið í góðu samstarfi við Hönnunarmiðstöð.
_
Unnið er að því að gera samning við fleiri félög en Hönnunarmiðstöð er í eigu:
Arkitektafélags Íslands | Fatahönnunarfélags Íslands | Félags húsgagna- og innanhússarkitekta | Félags íslenskra gullsmiða | Félags íslenskra landslagsarkitekta | Félags íslenskra teiknara | Félags vöru- og iðhönnuða | Leirlistafélags Íslands | Textifélagsins.