Fréttir

7.2.2017

Tölum saman | Stefnumót á milli hönnuða, arkitekta og framleiðenda - Skráning hafin!


Ljósmynd frá sýningu húsganga- og innréttingaframleiðenda í Hafnarhúsinu á HönnunarMars 2016.

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og Samtök iðnaðarins, efna til stefnumóts milli framleiðenda, hönnuða, arkitekta og annars stórskemmtilegs hugmyndafólks.

Stefnumótið fer fram mánudaginn 13. febrúar kl. 9.00 – 15.30 í Hönnunarsafni Íslands undir handleiðslu Birgis Birgissonar hjá Driftwood hönnunarstofu.

Frestur til að skrá sig er til kl.17:00, föstudaginn 10. febrúar. Athugið að sætafjöldi er takmarkmaður.



Á síðasta aðalfundi Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda var tekin ákvörðun um að leita leiða til að efla félagið, greinina og tengslanet framleiðenda og hönnuða. Fyrsta skrefið í því er að halda stefnumótun í greininni.

Dagurinn verður notaður til að skapa uppbyggilegt samtal milli aðila og samanstendur af fróðlegum erindum og gagnlegum æfingum undir stjórn Birgis.

Stjórn félagsins langar að bjóða 1-3 frá hverju aðildarfyrirtæki að taka þátt, um 25 sæti er að ræða fyrir framleiðendur. Alls er gert ráð fyrir 50 þátttakendum en 25 sæti eru ætluð hönnuðum.

Við hvetjum ykkur til að bregðast skjótt við að skrá ykkar fólk til þátttöku – fyrstur kemur fyrstur fær.

Stefnumótið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
 

Dagskrá

9:00 | Morgunhressing og afhending fundargagna

9:10 | Opnunarávarp | 
Guðmundur Ásgeirsson, Á. Guðmundsson, formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda
9:20 | Hönnunar er nýsköpun | Halla Helgadóttir, Hönnunarmiðstöð Íslands
9:40 | Verkleg æfing - hugrenningatengsl | 
Birgir Birgisson, Driftwood
9:50 | Sjónarmið innanhússarkitektsins | 
Íva Rut Viðarsdóttir, innanhússarkitekt
10:00 | Sjónarhorn framleiðanda – hvar liggja tækifærin? | 
Eyjólfur Eyjólfsson, Axis

10:20 | Kaffihlé

10:40 | Árangur ferðaþjónustuaðila af stefnumótun
 | Elías Guðmundsson, Fisherman ferðaþjónustufyrirtæki á Suðureyri
11:00 | Verkleg æfing - Orðasnúður, skemmtileg sköpun nýrra viðskiptahugmynda | 
Birgir Birgisson, Driftwood
11:10 | Virk nýsköpun
 | Birgir Birgisson, Driftwood
11:20 | Hugmyndavinna – Hvaða spurningum þarf greinin að svara?
•    Hvernig eignast hönnuðir og framleiðendur sameiginlegan vettvang?
•    Hvernig öðlast hönnuðir betri skilning á takmörkum í framleiðslu
•    Hvernig má efla samstarf um smíði frumgerða?
 
•    Hvernig er hægt að ná til fleiri viðskiptavina, stækka markhópinn?
•    Hver er íslensk sérstaða í húsgagna- og innréttingaframleiðslu?


12:00 | Hádegismatur

13:00 | Sóknarfæri greinarinnar í samstarfi við hönnuði og hugmyndafólk
 | Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
13:20 | Verkleg æfing - Aðgerðartafla | 
Birgir Birgsson, Driftwood

14:00 | Kaffihlé

14:20 | Inspired by Iceland, samstarf eykur slagkraft? | 
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, Íslandsstofu
14:40 |Verkleg æfing – Aðgerðartafla, framhald
15:20 | Samantekt | 
Birgir Birgisson, Driftwood

















Yfirlit



eldri fréttir