Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk.
Skráning er hafin og fer fram á
tix.is. Viðburðurinn fer fram á ensku og sætafjöldi er takmarkaður.
Staðfestingargjald á málþingið er 2.500 kr (1.000 kr fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskýrteinis) og þeir sem staðfest hafa þátttöku geta skráð sig í vinnustofur meðan pláss leyfir.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Dagskrá:
8:00-8:30 | Húsið opnar, kaffi í anddyri
8:30-13:15 | Málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun
13:15-14:00 | Hlé
14:00-16:00 | Vinnustofa: Teaching sustainability – educating next generation of change makers (max 20)
14:00-16:00 | Sýningarstjóraspjall: Exhibition design – new agendas and new media (max 30)
16:00-17:00 | Leiðsögn um sýninguna Öld barnsins og léttar veitingar
Norræna sýningin
Öld barnsins er sprottin af
Century of the Child: Growing by Design 1900-2000 sem opnaði á
MoMA í New York árið 2012.
Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá MoMA verður frummælandi á ráðstefnunni.
Frummælandi
- Juliet Kinchin (UK/USA), Sýningarstjóri við Museum of Modern Art í New York (MoMA)
Fyrirlesarar (í stafrófsröð):
- Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtaka Bandaríkjanna
-
Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns Danmerkur og fyrrverandi rektor Hönnunarháskóla Danmerkur (Danmarks Designskole)
-
Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir (Ísland), handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2016
- Elisabet V. Ingvarsdottir (Ísland), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur
- Garðar Eyjólfsson (Ísland), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands
- Gréta Hlöðversdóttir (Ísland), framkvæmdastjóri As We
Grow, handhafa Hönnunarverðlauna Íslands
2016
- Guðni Elísson (Ísland), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is
-
Mette Sindet Hansen (Danmörk), framkvæmdastjóri stefnumótunar og samstarfs hjá hjá INDEX: Design to Improve Life, sem ár hvert veitir hæstu peningaverðlaun í heimi á sviði hönnunar.
Umræðum stjórna (frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands)
- Sigrun Alba Sigurdardottir, lektor og fagstjóri fræða
- Tinna Gunnlaugsdóttir, hönnuður og prófessor í vöruhönnun
- Thomas Pausz, hönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun
Viðburðurinn er haldinn af
Norræna húsinu í samstarfi við
Hönnunarmiðstöð Íslands og
Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.