Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er fyrsta úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti þann 9. febrúar.
Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum.
Smelltu hér til að sjá hverjir hlutu styrk í síðustu úthlutun.
Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum en sé gert ráð fyrir fleiri farþegum getur hvert verkefni hlotið fleiri en einn styrk. Gera má ráð fyrir að um 15 styrkjum verði úthlutað að þessu sinni.
Í byrjun mars verður opnað fyrir umsóknir fyrir almenna styrki, þá verður hægt að sækja um í fjórum flokkum; verkefna-, þróunar- , markaðs- og ferðastyrki.
Nánar á heimasíðu Hönnunarsjóðs, www.sjodur.honnunarmidstod.is.