Fréttir

25.1.2016

Fjórða tölublað HA er komið út


Verk á forsíðu: Brauðmót eftir Búa Bjarmar Aðalsteinsson og Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur, af sýningunni Tilraun - leir og fleira.

Í fjórða tölublaði HA nærum við fortíðarþrána, gerum hið ósýnilega áþreifanlegt og búum okkur undir fjórðu iðnbyltinguna.

Í HA nr.4 er að finna fasta liði í bland við áhugaverð viðtöl og greinar. Þar svörum við spurningum eins og hvað varð um fatamerkið Don Cano, hvernig lítur sigurtillagan um framtíð Kársnessins út og er Ísland tilbúið fyrir byltingu sjálfvirknivæðingarinnar?

Einnig er fjallað ítarlega um þau verkefni sem hlutu tilnefningar og verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands.

Kynntur verður nýr fastur liður, Farfuglar, og að auki má sjá myndaþætti sem gleðja augað og göfga andann í svartasta skammdeginu.


Forsíðumynd: Ragna Margrét Guðmundsdóttir

Um HA

HA er tímarit sem miðar að því að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif og mikilvægi góðrar hönnunar. Efnistök ritsins rista undir yfirborðið og veita dýpri sýn á hönnunarsamfélagið hér á landi.

Tímaritið kom fyrst út á HönnunarMars 2015, en það kemur út tvisvar á ári og er á tveimur tungumálum – íslensku og ensku.

Tímaritið fæst á sérstöku jólatilboði í PopUp Verslun Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2, en einnig í öllum verslunum Eymundsson og flestum hönnunartengdum verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, s.s. verslunum Epal, Kraum, Hrím, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og víðar.

Nánar á heimasíðu HA


















Yfirlit



eldri fréttir