Fréttir

18.11.2016

19.5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði



Á dögunum fór fram fjórða úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu. 68 umsóknir bárust sjóðnum um hátt í 200 m.kr. en 16 verkefni voru styrkt um samanlagt 18 milljónir króna. Einnig voru veittir 15 ferðastyrkir um samanlagt 1.5 m.kr.

Athöfnin fór fram á í nýjum húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands að Aðalstræti 2, þar sem Halldóra Vífilsdóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, afhenti styrkina.

Sex verkefni hlutu hæsta styrk að upphæð 1,5 m.kr. - þau Borghildur Gunnarsdóttir sem hannar föt undir merkinu Milla Snorrason, Edda Bergsteinsdóttir, gullsmiður hjá SEB Jewellery, Ingibjörg Hanna Jónsdóttir hjá IHANNA, Einar E. Sæmundsson landslagsarkitekt, Igló&Indí og Bjarni Hjartarson, bílahönnuður.

Úthlutanir fyrir árið 2017 verða auglýstar um miðjan desember.


Styrkhafar úr fjórðu úthlutun Hönnunarsjóðs, ásamt Halldóru Vífilsdóttur, formanni stjórnar sjóðsins.

Listi yfir styrkhafa

Almennir styrkir:

Halla Hákonardóttir
Markaðssetning HALLA • ZERO - 500.000 kr.

Þórunn Árnadóttir
Shapes of sounds, barnaleikföng - 500.000 kr

Arndís Sigróður Árnadóttir
Frá hlóðum til hönnunar nútímans - eldhúsið í íslenskum híbýlum á 20. öld (Bókaútgáfa) - 1.000.000 kr.

Asa Jewellery
Íslenskur menningararfur endurspeglaður í skartgripum - 1.000.000 kr.

Driftwood
Þróun á fjaðrandi bátasæti - 1.000.000 kr.

Elsa Nielsen
#EINÁDAG - 1.000.000 kr.

Grallaragerðin
Gulrófusíróp og gulrófuvodka - 1.000.000 kr.

Hanna Jónsdóttir
Hjúfra, örvandi og umvefjandi ábreiða fyrir fólk með minnisglöp og alzheimer. - 1.000.000 kr.

Shu Yi
GOLA, nýtt margmiðlunarkerfi fyrir íslenskar veðurupplýsingar. - 1.000.000 kr.

Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Flotsaga, hönnunarstuttmynd. - 1.000.000 kr.

Bjarni Hjartarson
Útlitshönnun á Ísar Torveig, nýjum íslenskum björgunarbíl. - 1.500.000 kr.

Borghildur Gunnarsdóttir
Fatalínan Uxatindar - 1.500.000 kr.

Einar E. Sæmundssen
„Að gera garð; yfirlitsrit um sögu garða og þróun íslenskrar landslagshönnunar“ - 1.500.000 kr.

Ingibjörg Hanna Jónsdóttir
Markaðsetning Ihanna Home á Norðurlöndunum - 1.500.000 kr.

iglo+indi
Markaðssetning iglo+indi á Ítalíu og Danmörku. - 1.500.000 kr.

Edda Bergsteinsdóttir
Markaðssetning SEB Jewellery í Þýskalandi.

Ferðastyrkir:

Anders Terp og Dagný Bjarnadóttir
Steinunn Eik Egilsdóttir
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
Védís Pálsdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Birta Rós Brynjólfsdóttir
Björn Steinar Jóhannesson
Kristín Sigurðardóttir
Sigrún Thorlacius
Hildur Steinþórsdóttir, Rúna Thors og Emilía Sigurðardóttir
Kristján Örn Kjartansson

Um hönnunarsjóð:

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 50 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.

Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis, sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.


Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa: 



Halldóra Vífilsdóttir,
formaður

Haukur Már Hauksson 

Guðrún Inga Ingólfsdóttir

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Þráinn Hauksson


Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2013.


Nánari upplýsingar um hönnunarsjóð má finna á heimasíðu sjóðsins.

















Yfirlit



eldri fréttir