Fréttir

1.11.2016

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur



Sýningin Handverk og hönnun verður haldin í 10.sinn dagana 3. til 7. nóvember, í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Í kynningu segir:
 
„Sem fyrr er gróskan og fjölbreytnin mikil og meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni í nóvember eru keramik, skartgripir, fatnaður,  munir úr horni og beini,  leðurvörur,  textíll, barnafatnaður og trémunir, en þátttakendur er 58 talsins, þar af tveir frá Litháen.“

Á sýningunni verða einnig afhent Skúlaverðlaunin, verðlaun sem veitt eru fyrir besta nýja hlutinn á sýningunni. Þessi verðlaun hafa verið afhent á sýningunni frá árinu 2008 og verða nú afhent í níunda sinn. Allir þátttakendur á sýningunni geta skilað tillögu inn í samkeppnina. Hugmyndin er  að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar.

Verðlaunin, sem styrkt eru af Samtökum iðnaðarins, verða afhent á opnunardeginum þann 3. nóv. af Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SI.

Einstakt tækifæri fyrir alla til að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á einum stað.

Föstudag til mánudags er opið kl. 10-18 en fyrsta daginn er opið kl. 16-19. Aðgangur er ókeypis.

Smelltu hér til að skoða kynningu á þátttakendum.
 
















Yfirlit



eldri fréttir