Fréttir

25.10.2016

Ungir og upprennandi hönnuðir frá LHÍ sýna á Dutch Design Week



Fyrrverandi og núverandi nemendur við Listaháskóla Íslands, ásamt Garðari Eyjólfssyni, fagstjóra, og Rúnu Thors, verkefnastjóra, taka þátt í stórri samsýningu á Dutch Design Week, sem fer fram í Eindhoven dagana 22.-30. október.

Deild hönnunar- og arkitektúrs útnefndi 13 nemendur til að taka þátt í sýningunni sem kallast “No Waste“ („Ekkert sorp“), en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar frá Listaháskólanum taka þátt í sýningu af þessari stærðargráðu erlendis.



Á heimasíðu LHÍ kemur fram:

„Sorp hefur verið eitt af mikilvægustu viðfangsefnun hönnunar á síðustu árum og opnar hönnuðum sífellt nýjar leiðir til þess að takast á við og grípa inn í rótgróin samfélagsleg kerfi, hvort sem um er að ræða fólks- eða vöruflutninga, framleiðslu hráefna og notkun þeirra, matvælaneyslu og umbúðir.

Verkefni nemenda á sýningunni „No Waste“ varpa upp áleitnum spurningum auk þess að leggja til nýja valkosti í umgengni okkar við efnisveruleikann og umbreytingar hans. Þá veitir sýningin erlendum gestum á hollensku hönnunarvikunni ómetanlega innsýn inn í starfsemi og virkni Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ.“

Á sýningunni ber að líta sex ólík verkefni en þátttakendur eru alls þrettán talsins.

Willow Project (vöruhönnun):

Johanna Seeleman

Theodora Mjöll Skúladóttir Jack
Kristín Sigurðardóttir

Emilía Sigurðardóttir

Védís Pálsdóttir
Björn Steinar Blumenstein
Birta Rós Brynjólfsdóttir

Appear

Birta Rós Brynjólfsdóttir

The fly factory(vöruhönnun):

Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Hið íslenska epli(vöruhönnun):

Auður Inez Sellgren

Healing earth(vöruhönnun):

Sigrún Thorlacius

Agari (vöruhönnun):

Ari Jónsson

Morphing castways (fatahönnun):

Magna Rún Rúnarsdóttir
Darren Mark Trinidad





Nánari upplýsingar um nemendurnar og einstaka verkefni á heimasíðu Dutch Design Week.


















Yfirlit



eldri fréttir