Fimmtudaginn 13. október kl. 20.00 segir Hjalti Karlsson, hönnuður og meðstofnandi karlssonwilker inc, frá hönnun nýs einkennis Listasafns Reykjavíkur.
Einkennið var hannað með það í huga að færa söfnin þrjú, sem tilheyra Listasafni Reykjavíkur, nær hverju öðru svo ekki færi á milli mála að Ásmundarsafn, Kjarvalsstaðir og Hafnarhús tilheyrðu öll sömu stofnuninni - Listasafni Reykjavíkur.