Föstudaginn 30. september kl.20:00 opnar sýningin KLEINA, útgáfu- og letursýning Björns Loka Björnssonar og Elsu Jónsdóttur, í Pósthússtræti 13 (á bak við Sushi Train hjá Austurvelli).
Í kynningu segir:
„Búðu þig undir að falla í stafi, hitta háklassa heimaræktaðar týpur og bókstafi beint frá býli.“
Björn Loki og Elsa útskrifuðust sem grafískir hönnuðir frá Listaháskóla
Íslands árið 2014, en þau hönnuðu til að mynda einkennið fyrir
Hönnunarverðlaun Íslands.
Heimasíða Björns Loka
Heimasíða Elsu Jóns
Sýningin verður opin frá 30. september til 8. október á eftirfarandi tímum:
30.09 - Föstudagur 20:00 - 01:00 (Opnunarpartý)
01.10 - Laugardagur 17:00 - 22:00
02.10 - Sunnudagur 17:00 - 22:00
03.10 - 07.09 - Mán - fös 16:00 - 22:00
08.10 - Laugardagur 16:00 - 01:00 (Lokahóf)
Studio Kleina á instagram (smellið á myndina):