Fréttir

9.9.2016

Opni Listaháskólinn – Byggingarlist á Íslandi



Opni Listaháskólinn er að fara af stað og í haust stendur almenningi (með bakgrunn í hönnun og/eða arkitektúr) til boða að sækja námskeiðið Byggingarlist á Íslandi sem Pétur Ármannsson kennir.

Lýsing

Í námskeiðinu er farið yfir þróun byggingarlistar á Íslandi frá aldamótunum 1900 og til samtímans. Fjallað verður um tæknilegar og samfélagslegar forsendur húsagerðar á ólíkum tímaskeiðum. Þá verður stílhugsun, hugmyndafræði og verk einstakra arkitekta sett í samhengi við heildarþróun byggingarlistar á tímabilinu.

Kennslutímabil: 8.11-8.12 2016

Þriðjudagar kl. 10:30-12:10
Fimmtudagar kl. 10:30-12:10

Nánari upplýsingar hjá LHÍ.

















Yfirlit



eldri fréttir