Fréttir

14.9.2016

Sýnódísk Trópík á Loft



Sýnódísk Trópík, nýjasta fatalína fata- og textílhönnuðarins Tönju Levý, sem kynnt var á HönnunarMars 2016 er nú fáanleg til sölu. Að því tilefni er boðað til kynningarteitis á Loft, fimmtudaginn 15. september kl.20:00.

Í kynningu segir:

„Sýnódísk Trópík er unisex fatalína sem er listlækning hönnuðarins við skammdegisþunglyndi á köldum og dimmum vetrardögum. Línan var sýnd í fyrsta skipti síðastliðinn Hönnunarmars í suðrænni sveiflu á Eiðistorgi.

Áhersla er lögð á munsturgerð en sóttur er innblástur í þá kaotísku stund þegar fuglar birtast á himnum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Munstrin eru digital prentuð á lífræna bómull.“


Tanja Levý, fata- og textílhönnuður / Ljósmynd: Eygló Gísladóttir fyrir HA

Hægt verður að máta flíkur á staðnum en þær verða fáanlegar á www.tanjalevy.com

Hljómsveitirnar Wesen og aYia koma fram á viðburðinum, auk þess sem fljótandi veigar verða í boði Sólberts.





Ljósmyndir: Birta Rán.



Viðburður á facebook



Smelltu á myndina til að sjá lookbook af fatalínunni.



















Yfirlit



eldri fréttir