Fréttir

9.9.2016

Námskeið | Skandinavísk hönnun fyrir börn á öllum aldri




Í tilefni sýningarinnar Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag efna Norræna húsið og Endurmenntun til námskeiðs fyrir þá sem vilja skyggnast inn í heim skandinavískrar hönnunar.

Námskeiðið er tvö kvöld og fyrra kvöldið er hjá Endurmenntun að Dunhaga 7 og þar verður fjallað um hönnunarsöguna með sérstakri áherslu á skandinavíska hönnun.

Seinna kvöldið fer fram í Norræna húsinu þar sem þátttakendur skoða sýninguna með kennara námskeiðsins sem er Sigga Heimis, iðnhönnuður.

Aðgangur að sýningunni er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Snemmskráning er til 16. september.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
















Yfirlit



eldri fréttir