Fréttir

9.9.2016

Samkeppni | Sundhöll Ísafjarðar



Ísafjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu við Sundhöll Ísafjarðar.  Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Leitað er eftir snjöllum hugmyndum með það að markmiði að finna tillögu sem leysi viðfangsefnið á heildstæðan hátt með góðu fyrirkomulagi og vandaðri byggingarlist til samræmis við núverandi byggingu sem hönnuð er af Guðjóni Samúelssyni.

Sundhöllin á 70 ára afmæli á árinu. Sérstök áhersla er lögð á aðlaðandi lausn á aðkomu og aðgengi fyrir alla innanhúss og utan, með samgönguleiðum sem virki vel fyrir mannvirkið í heild. Einnig er lögð áhersla á vandaða hönnun baðastöðu utandyra, þar sem notið verði sólar og skjóls í heitum pottum og í nærumhverfi þeirra. 

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 29. september 2016 en því síðara 3. nóvember 2016.

Skilafrestur tillagna er 8. desember  2016, milli kl. 15:00 og 17:00 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands.

Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð 6 milljónir kr. þar af verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 2.5 m.kr.

Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingu.

Ítargögn fá þeir sem skrá sig til þátttöku hjá trúnaðarmanni gegn 5.000,- kr. skilagjaldi.

















Yfirlit



eldri fréttir