Fréttir

1.9.2016

Kristín Þorkelsdóttir útnefd heiðurslistamaður Kópavogs




Kristín Þorkelsdóttir, hönnuður og myndlistarkona, var útnefnd heiðurslistamaður Kópavogs 2016-2017 við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi þann 6. september.

Kristín Þorkelsdóttir starfaði við grafíska hönnun í áratugi, var hönnunarstjóri allra núgildandi peningaseðla Íslands, hannaði vegabréfið og fjöldann allan af vöruumbúðum, bókakápum og merkjum. Hún hóf feril sem listmálari árið 1984 og hefur meðal annars fengist við landslagstengdar myndir og portrett.

Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988.

Nánar hér.
















Yfirlit



eldri fréttir