Fréttir

2.9.2016

Hönnunarmiðstöð Íslands fagnar nýjum húsakynnum


Margt var um manninn i innflutningslgeðinni

Fimmtudaginn 1. september var nýjum húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands að Aðalstræti 2 fagnað í góðra vina hópi.

Þar fór einnig fram formleg undirritun á samstarfssamningi Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar til næstu þriggja ára.


Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Dagur B.Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur (ásamt dyggum aðstoðarmanni og meðlimi Hjallastefnunnar) við undirritun samstarfssamnings Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar.

Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Hönnunarmiðstöð er m.a. að:

  • Efla íslenska hönnun og arkitektúr sem skapandi greinar og grundvöll þeirra til atvinnusköpunar
  • Vekja áhuga og auka skilning borgarbúa og gesta Reykjavíkur á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs
  • Kynna íslenska hönnun og arkitektúr í Reykjavík og erlendis 
  • Efla ímynd skapandi miðborgar og styrkja stöðu hönnunar í hjarta Reykjavíkur að Aðalstræti 2.

Það eru því spennandi tímar framundan, en nýja húsnæðið boðar bæði bjartari tíma og ný og spennandi tækifæri!


Hér deildu hönnuðir hugumyndum sínum um framtíð Hönnunarmiðstöð á þar til gerðan hugmyndavegg.

Smelltu hér til að sjá myndir frá viðburðinum






















Yfirlit



eldri fréttir