Fréttir

9.9.2016

Húsnæði til leigu í Hönnunarmiðstöð Íslands


Mynd frá fyrri skrifstofu Hönnunarmiðstöðvar í Vonarstrætinu fyrir HönnunarMars 2014, birtist í Grapevine. Á myndinni er Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars (sem tók ekki þátt í myndavalinu við þessa frétt og verður líklegast ekki mjög hrifin af því).


Hönnunarmiðstöð Íslands flutti í Aðalstræti 2 í byrjun mánaðarins og er í óða önn að koma sér þar fyrir. Stefnt er að því að í húsnæðinu verði rekin lífleg starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. 

Til að byrja með mun miðstöðin ekki nýta allt skrifstofuhúsnæðið og er þess vegna að leita að góðum leigendum. Einungis aðilar sem eru að vinna að sviði hönnunar og arkitektúrs koma til greina, enda hugmyndin að starfsemi leigjenda falli vel að og styðji við starfsemi miðstöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að gerðir verði leigusamningar til eins árs í senn.

Til leigu eru tvö skrifstofurými:

Annað er minna og hentar fyrir 1-2 aðila. Rýmið er inni í rými Hönnunarmiðstöðvar en þó þannig að hægt er að loka því. Aðgangur að sameiginlegu fundarherbergi, kaffi og góðri kaffistofu, þrif, net, öryggisgæsla og spennandi sambýli með starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar er í boði.

Hitt er stærra og hentar fyrir 3-4 aðila. Rýmið er á pallinum á annarri hæð. Aðgangur að sameiginlegu fundarherbergi, kaffi og góðri kaffistofu, þrif, net, öryggisgæsla og spennandi sambýli með starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar er í boði.

Þeir sem hafa áhuga og vilja fá nánari upplýsingar mega endilega senda inn fyrirspurn með upplýsingum um starfsemi sína og starfsmenn í info@honnunarmidstod.is fyrir 31. ágúst, merkt: Húsnæði í Hönnunarmiðstöð.



Skrifstofa Hönnunarmiðstöðvar Íslands við Aðalstræti 2.
















Yfirlit



eldri fréttir