Fréttir

12.8.2016

Umsóknarfrestur framlengdur fyrir MA nám í hönnun



Vegna styrkveitingar Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar til verkefnisins Hönnun og náttúra eru nú í boði tveir styrkir fyrir skólagjöldum í MA í hönnun við Listaháskóla Íslands skólaárið 2016-2017.

Umsóknarfrestur í MA nám í hönnun hefur því verið framlengdur til miðnættis 17. ágúst.

Skráðir nemendur á fyrsta eða öðru ári geta sótt um umræddan styrk fyrir skólagjöldunum og rennur sá frestur út miðvikudaginn 17. ágúst. Auk þess geta nýjir umsækjendur sótt um námsvist ásamt styrk fyrir skólagjöldum, sjá:http://english.lhi.is/en/ma-design

Styrkveiting lýtur sérstaklega að einstaklingsverkefnum og MA verkefnisem nemendur þróa undir leiðsögn kennara deildarinnar. Nemendur eru hvattir til að móta tillögur er varða aðkallandi viðfangsefni í tengslum við náttúru og hálendi ísland.

Sjá frekar: http://www.lhi.is/news/verkefnid-honnun-og-nattura-hlytur-styrk-fra-natturuverndarsjodi-palma

Skráðir nemendur skulu senda styrkumsóknir beint á Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar sigrunbirgis@lhi.is og Dóru Ísleifsdóttur, fagstjóra MA í hönnun, dora@lhi.is.

















Yfirlit



eldri fréttir