Fréttir

13.8.2016

Óskað eftir innsendum greinum í Mænu 2017


Mynd: Mæna 2014

Tímaritið Mæna óskar eftir innsendum greinum vegna næstu útgáfu. Mæna er tímarit gefið út bæði í prentaðri og rafrænni útgáfu af Listaháskóla Íslands. Þema blaðsins að þessu sinni er ófullkomleiki (e. imperfection).

Skilafrestur á greinum er 1. september 2016, en staðfesting og lýsing á grein skal skila inn til ritstjóra 15. ágúst 2016.

Ófullkomleiki þemað í ár

Ófullkomleika má túlka á marga mismundandi vegu. Í ófullkomleikanum fást önnur sjónarhorn á tilveruna, nýir möguleikar, nýjar lausnir og endurspeglun á margbreytileika mannsins og náttúrunnar. Ófullkomleikanum er gjarnan teflt fram sem lakari kosti gagnvart andstæðu sinni – fullkomleikanum, en á sama tíma er því haldið fram að fullkomleikinn sé ekki til og jafnvel að hann sé ekkert svo áhugaverður heldur.

Ritsjórn

Birna Geirfinnsdóttir, lektor, fagstjóri í grafískri hönnun
Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt, fagstjóri fræðagreina
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt
Dóra Ísleifsdóttir, prófessor, fagstjóri MA náms í hönnun

Viðmið

  • Rannsóknargrein (2500–3000 orð) | Greinar þar sem greint er frá ákveðnum rannsóknarverkefnum,viðfangsefni rannsóknar, aðferðafræði og niðurstöðum.
  • Umfjöllun (2000–2500 orð) | Tiltekið mál/atriði tekið fyrir og rætt. Vangaveltur höfundar. Allar greinar ættu að innihaldað í það minnsta 80% upprunulegt efni og ættu ekki að hafa komið út annarsstaðar.
Skilafrestur á innsendum greinum er 1. september 2016. Mikilvægt er að senda ritstjórum lýsingu á grein og staðfestingu á þátttöku 15. ágúst

Lóa Auðunsdóttir | loaauduns@lhi.is
Bryndís Björgvinsdóttir | bryndisbj@lhi.is

Val á greinum

Við val á greinum verður lögð áhersla á hvort grein eða skýrsla sé nægilega vel uppbyggð, og hvort viðeigandi sé að gefa hana út í næsta tölublaði Mænu. Sé það niðurstaða ritnefndar mun höfundur fá greinina til baka með athugasemdum eða breytingartillögum – ef einhverjar eru.

mæna.is
Mæna á facebook


Tilgangur Mænu er að vera miðil sem leggur áherslu á fræðilega umræðu um þá ótal þræði sem snerta hönnuði og arkitekta og vera vettvangur gagnrýnna umfjallana. Áhersla er einnig lögð á að tengja Listaháskóla Íslands við aðrar akademískar faggreinar svo og atvinnuumhverfið.

Á hverju ári sér útskriftarárgangur í grafískri hönnun um uppsetningu og hönnun Mænu. Þetta verkefni er þeirra tækifæri til tilraunastarfsemi en einnig leið til þess að víkka sjóndeildarhring nemenda og starfandi hönnuða og skerpa sýn þeirra á hönnun.


Fyrri útgáfum Mænu hefur verið vel tekið og tímaritið hefur verið í hraðri þróun, en hingað til hefur Mæna verið gefin út sjö sinnum og í hvert skipti með ólíkum áherslum.





















Yfirlit



eldri fréttir