Sýning um norræna hönnun fyrir börn opnar í Norræna húsinu þann 22. Júlí 2016.
Sýningin ber nafnið Öld barnsins: Norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til okkar daga og er sprottin upp af sýningunni Century of the Child: Growing by Design, 1900-2000, sem haldin var á
The Museum of Modern Art í New York árið 2012.
Sýningin inniheldur mörg þekktustu verk Norrænnar hönnunar, þar með talið marga einstaka safngripi. Á sýningunni eru þekkt verk eftir
Alvar Aalto, Ólaf Elíasson, Arne Jacobsen, Kay Bojesen, Carl og Karin Larsson, Peter Opsvik og Tove Jansson – og nokkur af vinsælustu vörumerkjum heims á borð við
BRIO, LEGO og
Marimekko.
Í stuttu máli kynnir sýningin efnisheim barna og barnamenningar.
Nánar á
heimasíðu Norræna hússins.
Áætlaður sýningartími í Norræna húsinu er til loka febrúar 2017.