Fréttir

15.6.2016

Hönnunarmiðstöð Íslands flytur úr Vonarstrætinu


Hönnunarmiðstöð Íslands í baksýnisspeglinum.

Hönnunarmiðstöð hefur nú kvatt Vonarstræti og Torg vonar eftir sjö góð ár.

Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa verið svo vinsamlegir að bjóða okkur tímabundna aðstöðu á jarðhæð skólans í Þverholti 11 á meðan við leitum okkur að nýjum og varanlegum heimkynnum.

Endilega kíkið í kaffi!

Vegna flutninga er ekki hægt að treysta að við svörum erindum mánudaginn 30. og þriðjudaginn 31. maí. Við ættum að vera komin í eðlilegt ástand miðvikudaginn 1.júní og þá verður hægt að finna okkur í Þverholti 11 (eða í Reykjavík Roasters beint á móti). Vinsamlegast afsakið töfina, við bregðumst við eins fljótt og auðið er.


















Yfirlit



eldri fréttir