Fimmtudaginn 26. maí, fór fram fyrsta stóra úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu. 86 umsóknir bárust sjóðnum um hátt í 190 m.kr. en 18 verkefni voru styrkt um samanlagt 25 milljónir króna. Einnig voru veittir 15 ferðastyrkir um samanlagt 1.5 m.kr.
Athöfnin fór fram á aðalfundi
Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Sjávarklasanum, en hæstu styrkina, 3 m.kr. , hlutu fatahönnuðurinn
Magnea Einarsdóttir, sem hannar föt undir merkinu
MAGNEA, og hönnunartvíeykið
Hugdetta, sem fékk styrkinn til að þróa vörur og sýningar tengdar verkefninu
1+1+1, sem parið vinnur í samstarfi með sænskum og finnskum kollegum.
Fjögur verkefni hlutu tveggja milljóna króna styrk, það voru
Hrafnkell Birgisson fyrir sjálfbæru sólarluktina
Sólskin, fatahönnuðurinn
Katrín Alda Rafnsdóttir fyrir
Kalda skór,
Niklas Dahlström og
Perla Dís Kristinsdóttir fyrir Íslenskt náttúruhús og
Katrín Ólína til að markaðssetja skartgripalínuna
Primitiva.
Styrki á bilinu 500 til 1.500 þúsund hlutu
Aurum,
Brynhildur Pálsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, RoShamBo, ALVARA, Logi Höskuldsson, Friðrik Steinn Friðriksson, Hildigunnur Sverrisdóttir, Anna María Bogadóttir, Gunnar Vilhjálmsson, Dóra Hansen, Helga Björg Kjerúlf, Tanja Levý og
KRADS.
Styrkhafar
Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá úthlutun
Um hönnunarsjóð:
Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 50 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis, sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.
Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.
Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa:
Halldóra Vífilsdóttir, formaður
Haukur Már Hauksson
Guðrún Inga Ingólfsdóttir
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Þráinn Hauksson
Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2013.
Nánari upplýsingar um hönnunarsjóð má finna á
heimasíðu sjóðsins.
Listi yfir styrkhafa
Almennir styrkir:
Magnea Einarsdóttir
MAGNEA - 3.000.000 kr.
Hugdetta
1+1+1 – 3.000.000 kr.
Hrafnkell Birgisson
Sólskin, sjálflýsandi ljóslukt, – 2.000.000 kr.
Katrín Alda Rafnsdóttir
KALDA skór – 2.000.000 kr.
Niklas Jan Gerhardt Dahlström og Perla Dís Kristinsdóttir
Íslenskt náttúruhús – 2.000.000 kr.
Katrín Ólína
Markaðssetning Primitiva – 2.000.000 kr.
Aurum
Áframhaldandi markaðs- og sölusókn í Bretlandi – 1.500.000 kr.
Brynhildur Pálsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir
Leitin að íslenska postulíninu – 1.500.000 kr.
RoShamBo
Ró | yfirdýna úr íslenskri ull – 1.000.000 kr.
Túristaheilkennið | Arkitektúr hinna ósýnilegu strúktúra ferðaþjónustunnar
Anna María Bogadóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir - 1.000.000 kr.
Ágústa Sveinsdóttir og Elísabet Karlsdóttir
Alvara vegna Silfra – 1.000.000 kr.
Logi Höskuldsson
Útgáfa bókar um verk Sigvalda Thordarson – 1.000.000 kr.
Friðrik Steinn Friðriksson
Borðspil fyrir blind börn – 1.000.000 kr.
Gunnar Vilhjálmsson
Þróun á fjórum leturfjölskyldum sem gerðar eru fyrir fleiri en eitt stafróf/ritmál - 1.000.000 kr.
Dóra Hansen
Heimasíða og kynningarmál – 500.000 kr.
Helga Björg Kjerúlf og Kölbrún Þóra Löve
Neptún Magazine – 500.000 kr.
Tanja Levý
Markaðssetning á fatalínunni Sýnódísk Trópík – 500.000 kr.
Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson
Verkefnið 2,5x5 - 500.000 kr.
Ferðastyrkir:
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Auður Inez Sellgren og Elsa Dagný Ásgeirsdóttir
Hanna Dís Whitehead
Bergþóra Jónsdóttir
Aðalheiður Atladóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Birna Hreiðarsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Borghildur Gunnarsdóttir
Hanna Jónsdóttir
Kristján Örn Kjartansson
Margrét Hlöðversdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir