Fréttir

18.5.2016

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar og úthlutun úr Hönnunarsjóði



Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn á neðri hæðinni í Sjávarklasanum, fimmtudaginn 26. maí 2016, frá kl. 17:00-19:00. Þá fer einnig fram 2. úthlutun úr Hönnunarsjóði fyrir árið 2016.

Dagskrá

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, flytur ávarp.

Egill Egilsson, fráfarandi formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar, verður með innslag.

Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, fer yfir stöðu mála.

Fyrrum styrkþegar úr Hönnunarsjóði deila reynslusögum.

Halldóra Vífilsdóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, úthlutar styrkjum úr Hönnunarsjóði.

Fundarstjórn: Arnar Fells

Léttar veitingar og allir velkomnir!

















Yfirlit



eldri fréttir