Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja viðburði sem tengjast Grandasvæðinu í ár.
Auglýst er eftir áhugasömum og frumlegum hugmyndasmiðum til þess að
fylla inn í viðburðalandslag Menningarnætur 2016, en hún verður haldin í 21. sinn þann 20. ágúst næstkomandi.
Í kynningu segir: „Menningarnótt er miðborgarhátíð í orðsis fyllstu merkingu því sjaldan skreytist miðborgin okkar litríkar og skemmtilegri skrúða en akkúrat þennan dag.
Menningarnótt er þátttökuhátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, kirkjum og kaffihúsum, verslunum og fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.“
Í ár verður áhersla lögð á að styrkja viðburði sem tengjast Grandasvæðinu við Gömlu höfnina með einhverjum hætti. Tengingin er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu og er tekið vel á móti öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur í Menningarnætupottinn er til og með
31. maí á vefnum
menningarnott.is. Veittir verða
styrkir á bilinu 50.000-250.000 kr. til einstaklinga og hópa.
Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni
Höfuðborgarstofu og
Landsbankans sem verið hefur máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi. Rennur allur fjárstuðningur bankans til listamanna sem koma fram á Menningarnótt.
Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veitir verkefnastjóri viðburða á Höfuðborgarstofu,
Guðmundur Birgir Halldórsson í síma 590-1500 eða á
gudmundur@visitreykjavik.is