Nú stendur yfir vorsýning hönnunarbrautar Tækniskólans og verður hún opin fram til 22. maí í aðalbyggingu skólans á Skólavörðuholti.
Um er að ræða fjölbreytta sýningu úr áföngum brautarinnar. Sjá má verkefni úr formfræði, teikningu, líkanagerð og hönnunaráföngum. Í náminu er rík áhersla á það að rýna í samfélagið og mótun þess á skapandi hátt með gagnrýna hugsun og sjálfbærni að leiðarljósi.
Flestir nemendur sem útskrifast af hönnunarbraut stefna á áframhaldandi háskólanám á sviði hönnunar, arkitektúrs eða á önnur svið sjónlista bæði hér heima og erlendis.
Opið er alla daga vikunnar frá 9:30 til 17:00 og 13:00 til 17:00 um helgar.
Viðburður á facebook