Þriðja tölublað HA, tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr, kemur út fimmtudaginn 12. maí. Af því tilefni er haldið útgáfuhóf í Norr11, Hverfisgötu 18a, kl. 17.30.
HA er tímarit sem miðar að því að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif og mikilvægi góðrar hönnunar. Efnistök ritsins rista undir yfirborðið og veita dýpri sýn á hönnunarsamfélagið hér á landi.
Tímaritið kom fyrst út á
HönnunarMars 2015, en það kemur út tvisvar á ári og er á tveimur tungumálum – íslensku og ensku. Í þriðja tölublaði
HA eru tækifærin í umrótinu skoðuð, leikið sér að reglunum og tekist á við áskoranir framtíðarinnar. Dæmi um greinar sem finna má í blaðinu eru:
- Að kveikja neist | Viðtal við Sigríði Sigurjónsdóttur stofnanda Spark Design Space
- Viskubrunnur | Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt
- Vík Prjónsdóttir | Eigendur fyrirtæksins tala um íslenskt framleiðsluumhverfi og ullariðnaðinn
- Andóf og endurhönnun stjórnkerfa eftir Marco Steinberg, arkitekt og hönnunarráðunaut
- Að byggja með bitlausum verkfærum eftir Steinþór Kára Kárason, prófessor og arkitekt
- Sjónræn taktfesta | Hreyfimyndahönnuðirinn Gabríel Bachmann
- Áhrifavaldar | Tanja Levý, fatahönnuður
- Séð úr fjarlægð | Stutt skref eftir blaðamanninn Daniel Goling
Auk þess eru framsæknir myndaþættir, umfjallanir úr íslenska hönnunarheiminum og viðtöl við unga og upprennandi hönnuði sem segja frá nýlegum verkefnum.
Með
HA getur þú tileinkað þér skapandi hugsun og öðlast dýpri þekkingu á hönnun og arkitektúr.
Tímaritið fæst í öllum verslunum
Eymundsson og flestum hönnunartengdum verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, s.s. verslunum
Epal, Kraum, Hrím, Aurum, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og víðar.
HA á
netinu
HA á
facebook
HA á
instagram
HA á
twitter