Fréttir

19.4.2016

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016



Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016 opnar laugardaginn 23. apríl. Þar sýna nemendur á BA stigi í myndlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild verk sín í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17.

80 nemendur fylla sali Hafnarhússins með verkum sem endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun þriggja ára við tvær deildir í Listaháskóla Íslands. Mestur fjöldi útskrifast frá myndlistardeild, eða 32 nemendur. Þá ljúka 15 námi í arkitektúr, 14 í grafískri hönnun, 9 í fatahönnun og 7 í vöruhönnun.

Sýningin sem teygir sig um ganga og sali Hafnarhússins hefur að þessu sinni yfirskriftina Ytri höfnin. Hún er fengin að láni frá samnefndri ljóðabók Braga Ólafssonar frá árinu 1993. Ytri höfn er óræður staður úti fyrir landi þar sem skip kasta akkerum tímabundið á ferðalagi sínu um heiminn.

Nemendur yfirtaka Hafnarhúsið með svipuðum hætti, staldra þar við í tvær vikur og halda síðan hvert í sína áttina til frekari landvinninga. Fjölmargir aðrir nemendur ljúka námi við Listaháskólann í vor og munu þeir kynna verkefni sín á öðrum vettvangi. Það eru nemendur á MA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild ásamt nemendum sem ýmist ljúka námi á bakkalár eða meistara stigum í tónlistar-, sviðslistar- og listkennsludeild.

Útskriftarnemar

Arkitektúr

Arnar Grétarsson
Ása Bryndís Gunnarsdóttir
Ásta Márusdóttir
Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir
Ásta Þórðardóttir
Dagný Harðardóttir
David Ingi Bustion
Inga Rán Reynisdóttir
Ísak Toma
Kristveig Lárusdóttir
Ólafur Baldvin Jónsson
Pétur Andreas Maack
Rakel Kristjana Arnardóttir
Sindri Sigurðsson
Særós Sigþórsdóttir

Fatahönnun

Björg Gunnarsdóttir
Guðrún Helga Kristjánsdóttir
Júlíanna Ósk Hafberg
Karún Herborg Guðmundsdóttir
Manuela Ósk Harðardóttir
Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir
Sóley Jóhannsdóttir
Steinunn Eyja Halldórsdóttir
Una Valrun

Grafísk hönnun

Ástrós Linda Ásmundsdóttir
Dóra Haraldsdóttir
Gréta Þorkelsdóttir
Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir
Guðmundur Pétursson
Helga Dögg Ólafsdóttir
Hörður Ásbjörnsson
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams
Jónbjörn Finnbogason
Kinnat Sóley Lydon
Ólafur Þór Kristinsson
Rakel Tómasdóttir
Sunna Rún Pétursdóttir
Þuríður Kr Kristleifsdóttir

Vöruhönnun

Birta Rós Brynjólfsdóttir
Björn Steinar Jóhannesson
Emilía Björg Sigurðardóttir
Johanna Seelemann
Kristín Sigurðardóttir
Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack
Védís Pálsdóttir

Myndlist

Auður Anna Kristjánsdóttir
Árni Jónsson
Berglind Erna Tryggvadóttir
Brynjúlfur Þorsteinsson
Daníel Perez Eðvarðsson
Egill Logi Jónasson
Eva Hrönn Rúnarsdóttir
Fritz Hendrik Berndsen
Geirþrúður Einarsdóttir
Gísli Hrafn Magnússon
Gylfi Sigurðsson
Harpa Finnsdóttir
Helen Svava Helgadóttir
Hildur Ása Henrysdóttir
Hjálmar Guðmundsson
Indriði Arnar Ingólfsson
Jakob Veigar Sigurðsson
Katrín Helena Jónsdóttir
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Lísbet Guðný Þórarinsdóttir
María Worms Hjartardóttir
Melanie Ubaldo
Mina Tomic
Ottó Ólafur Ottósson
Óskar Gísli Petzet
Rúnar Örn Marinósson
Salvör Sólnes
Sara Ósk Rúnarsdóttir
Snædís Malmquist Einarsdóttir
Steinunn Harðardóttir
Tanja Stefanía Rúnarsdóttir
Una Kristín Jónsdóttir

Viðburður á facebook
















Yfirlit



eldri fréttir