Fréttir

14.4.2016

Óskað er eftir tilnefningum til Vaxtarsprotans 2016



Vaxtarsproti ársins verður valinn í tíunda sinn í maí 2016, því er óskað eftir tilnefningum en frestur til að skila inn í forval er til mánudagsins 25. apríl.

Hægt er að tilnefna fyrirtæki með tölvupósti á david@si.is.

Þau fyrirtæki sem komast í gegnum forvalið þurfa síðan að skila staðfestingu endurskoðanda um þau atriði sem fram koma í viðmiðum dómnefndar fyrir hádegi 2. maí.

Vaxtarsprotinn

Er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Nánar hér.
















Yfirlit



eldri fréttir