Boðað er til aðalfundar Baklands Listaháskóla Íslands, þriðjudaginn 19.apríl n.k. kl 17:00 í sal LHÍ, norðanmegin á lóð Sölvhólsgötu.
Markmið Baklandsins er að efla og styrkja Listaháskóla Íslands (LHÍ),
tryggja tengsl skólans við listamenn, menningarstofnanir og atvinnulíf
og stuðla að faglegri umfjöllun um listir og samfélag. Bakland kýs
fulltrúa í stjórn Listaháskóla Íslands og hefur jafnframt það hlutverk
að móta sér stefnu og markmið til stuðnings við starfsemi LHÍ á hverjum
tíma.
Dagskrá fundar:
A. Kynning á stefnumörkun LHÍ, sýn og markmiðum.
Fríða Björk Ingvarsdóttir Rektor LHÍ
B. Hefbundin aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar Baklandsins fyrir liðið starfsár.
3. Skýrsla um starfsemi LHÍ.
4. Kosning sjö stjórnarmanna sbr. gr. 3.2.
5. Breytingar á samþykktum.
6. Önnur mál.
a. Ákvörðun félagsgjalda.
Með fundarboði þessu fylgja núgildandi samþykktir félagsins ásamt breytingatillögum stjórnar sem liggja fyrir til samþykktar á fundinum.