Fréttir

23.3.2016

Takk fyrir HönnunarMars og gleðilega páska!



HönnunarMars fór fram dagana 10.-13. mars, en hátt í 90 spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna vítt svið.

Á DesignTalks könnuðum við mátt hönnunar til nýsköpunar og skapandi stjórnunaraðferða til bættra skilyrða og sjálfbærari framtíðar, en þemað var Innovation by Design eða Hönnun, leiðandi afl í nýsköpun. Rán Flygenring, heimildateiknari, skrásetti daginn og hátíðina með teikningum sínum, mælum með að skoða þær HÉR.

Enn eru nokkrar sýningar í gangi eftir HönnunaMars, kynntu þér listann hér fyrir neðan. Einnig má sjá myndir frá hátíðinni á Facebook og Instagram HönnunMars.



Opið til 1. apríl | 1+1+1, Spark, Klapparstíg 33

Tilraunaverkefnið 1+1+1 er samstarfsverkefni hönnuða frá þremur norrænum löndum: Hönnunarteyminu Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og hönnunarteyminu Aalto+Aalto frá Finnlandi.



Opið til 2. apríl | Weaving DNA, Hiding Colour, Hverfisgallerí

Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. Í sýningunni eru litbrigði úr Reykjavík falin í hefbundnum skoskum textíl sem er samstarf hönnuðanna og Knockando Woolmill.

Textíllinn sem er nefndur eftir fjallinu Esju teygir sig út í rýmið og gestir verða hluti af feluleiknum.



Opið til 9. apríl | Frá hugmynd til hugmyndar – Marsað í átt að niðurstöðu, Arion banki, Borgartún 19


Ekkert sprettur fram fullmótað. Allt gott er afrakstur endalausra tilrauna og vangaveltna. Í sumum tilvikum verður niðurstaðan engin og eftir stendur skissuferlið eitt þótt alla jafna sé markmiðið afurð, vara, niðurstaða. Í höfuðstöðvum Arion banka verður sýning á skissum og vinnuaðferðum ólíkra hönnuða og arkitekta, af gerðum og ógerðum verkum.



Opið til 13. apríl | Leturverk, Mokka-Kaffi, Skólavörðustíg

Hópinn Tákn og teikn skipa átta grafískir hönnuðir; Kristín Þorkelsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Soffía Árnadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Elsa Nielsen, Helga Gerður Gísladóttir og Sigríður Rún. Á sýningunni túlka þær letur á jafn ólíkan hátt og þær eru sjálfar.



Opið til 29. maí | Þríund | Hönnunarsafn, Garðatorgi 1

Samhljómur þriggja hönnuða á HönnunarMars 2016, þeirra Helgu Ragnhildar Mogensen, skartgripahönnuðar, Bjarna Viðars Sigurðssonar, keramiker, og Anítu Hirlekar, fatahönnuðar.



Myndir merktar með #DesignMarch á Instagram.

Takk fyrir komuna, þátttökuna og samveruna.

Sjáumst á HönnunarMars 23 - 26. mars 2017!




















Yfirlit



eldri fréttir