Hin árlegu FÍT-verðlaun, sem veitt eru af Félagi íslenskra teiknara, fara fram á HönnunarMars miðvikudaginn þann 9.mars.
Verðlaunin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári en í keppnina senda bæði auglýsingastofur og einyrkjar verk auk þess sem nemendur í grafískri hönnun sendu inn í sérstakan nemendaflokk.
Tilkynnt verður um verðlaunahafa og viðurkenningar með viðhöfn í Tjarnarbíói þann 9. mars og í kjölfarið verður opnuð vegleg sýning á verðlaunaverkunum í
Sjávarklasanum, Grandagarði 4.
Smelltu hér til að sjá tilefningar til FÍT verðlaunanna 2016.
Viðburður á facebook.