Fréttir

7.3.2016

Sérviðburðir á HönnunarMars 2016



Dagskrá HönnunarMars er kominn á vefinn, en þar er að finna fjölbreytta viðburði sem eiga sér stað frá 9.-13. mars. Hér eru teknir saman þeir viðburðir sem munu bara eiga sér stað á ákveðnum tímum á hátíðinni, athugið að sumir krefjast skráningar eða gjalds en aðrir eru ókeypis. 

Athugið, alla þessa viðburði má finna inn á www.honnunarmars.is.

Málþing um sýningarhönnun



Þjóðminjasafnið
12.03 | 14:00-16:00


Dagskrá

  • Brynhildur Pálsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir segja frá hönnun sýningarinnar „Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
  • Thomas Pausz segir frá hönnun sýningarinnar Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
  • Margrét Kristín Gunnarsdóttir segir frá hönnun sýningarinnar í Eldheimum í Vestmannaeyjum sem hlaut hönnunarverðlaunin 2015.



Krakkar fíla leiksvæði



Kjarvalsstaðir

Málstofa - föstudag kl. 17:00
12.03 | 10:00-17:00
13.03 | 10:00-17:00


Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir málstofu um hönnun og mikilvægi leikskólalóða og framtíð þeirra í borgarlandslaginu. Sýning á verkum landslagsarkitekta tengdum málefninu stendur yfir alla helgina. Barnvæn sýning um málefni barna. Opnun sýningar verður í kjölfar málstofu.



Sustainordic | Samtal um sjálfbærni og umhverfisvitund - Skráning!



Loft Hostel, Bankastræti 7
 
11.03 |  9:30-12:00


Samtal um ólík verkefni frá Norðurlöndunum á sviði sjálfbærni og umhverfisvitundar. Hér hittast fulltrúar landanna, skiptast á skoðunum og fræðast um verkefnin.
Viðburður á facebook.

Keramíkkrásir á AALTO Bistro



Norræna Húsið
9.-10.mars.

Á meðan HönnunarMars stendur yfir gefst fólki færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari á AALTO Bistro og sjónvarpskokkur mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra félagsmenn Leirlistafélagsins.

Félagsmenn sem eiga verk á viðburðinum eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.



Eldheimar, skoðunarferð til Vestmannaeyja - skráning!



Skoðunarferð á gosminjasafnið Eldheima, vinningshafa Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Innifalið í verði er flug með Örnum til Vestmannaeyja, skoðunarferð, aðgangseyrir að safninu og veitingar á hinum fræga Einsa Kalda. Nánar hér.

Viðburður á facebook.


Hönnunarganga - skráning!



Óformlegur og fræðandi göngutúr um miðborg Reykjavíkur með fókus á hönnun, arkitektúr og sögu borgarinnar. Komið verður við í hönnunargalleríi og á öðrum sýningarstöðum HönnunarMars. Gangan tekur um 2-3 klst. og er lagt af stað á hádegi 12. og 13. mars frá skrifstofu Pink Iceland, Hverfisgötu 39. Drykkur innifalinn. Í boði eru sérpantaðar gönguferðir.


Leyniferð Hildar og Hildar - skráning!



11.03 | 15:00-17:00
Miðbær Reykjavíkur


Hildur Steinþórsdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitektar með meiru, bjóða upp á leyniferð um leynd og gleymd rými í miðborginni. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að láta vita af fæðuofnæmi, mega ekki þjást af lofthræðslu og verða að geta gengið upp a.m.k. 5 hæðir. Aðeins 25 þátttakendur geta skráð sig. Einungis ein ferð í boði. Skráningar á: hildurgunnlaugs@gmail.com.


Arkitektagöngur - skráning!



Arkitektafélag Íslands
stendur fyrir leiðsögn um áhugaverð hús í miðborg Reykjavíkur. Arkitektar húsanna leiða leiðsagnirnar, segja frá hönnun húsanna og ferlinu. Einstakt tækifæri til þess að fá að spyrja arkitektana spjörunum úr og fá innsýn inn í hús og rými sem standa almenningi yfirleitt ekki opin. Það verður aðeins ein ferð farin um hvert hús og fjöldi þátttakenda takmarkaður við 25 manns. Áhugasamir skrái sig á netfanginu: arkigongur@gmail.com

Hæstiréttur, föstudaginn 11. mars kl. 15.  
Leiðsögn:  Studio Granda

Ráðhúsið, laugardaginn 12. mars kl. 13.
Leiðsögn: Studio Granda

Búseti (byggingarsvæði), sunnudaginn 13. mars kl. 13.  
Leiðsögn: Sigríður Ólafsdóttir arkitekt hjá Búseta.

Harpa, sunnudaginn 13. mars kl. 11.  
Leiðsögn: Sigurður Einarsson, Batteríið


















Yfirlit



eldri fréttir