Íslensk hönnun verður sett í öndvegi í tilefni af HönnunarMars en Isavia í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands býður upprennandi hönnuðum að selja hönnun sína á besta stað á verslunarsvæðinu 4.-22. mars.
Creative take off er nýr vettvangur fyrir hönnuði að koma verkum sínum á
framfæri, staðsettur í brottfarasal Keflavíkurflugvallar.
Í kynningu Isavia segir:
„Okkur finnst að frábærar hugmyndir eigi að fá byr undir báða vængi og að þeir sem fara um flugstöðina á leið sinni til annarra landa geti gripið með sér íslenska hágæðahönnun og borið hróður listamanna út fyrir landsteinana.“
Hönnuðir sækja um á vefnum
isavia.is/CreativeTakeOff.
Hönnunarmiðstöð Íslands fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um valið. Við valið verður lögð áhersla á fjölbreytt vöruúrval og að gefa ferðamönnum tækifæri til að kynna sér gróskuna í íslenskri hönnun.
Isavia hvetur hönnuði til að bregðast skjótt við þessu kalli og sækja um þátttöku í CREATIVE TAKE OFF fyrir 1. mars.