Lampar eftir 1+1+1, frumsýndir á HönnunarMars 2015
Hugdetta, Garðar Eyjólfsson, Børk og Katrín Ólína taka þátt í Stockholm Design Week og Stockholm Furniture Fair sem fer fram í Stokkhólmi dagana 8.-14. febrúar 2016. Nánar um sýningarnar hér fyrir neðan:
1+1+1
Vöruhönnuðurnir
Róshildur Jónsdóttir og
Snæbjörn Stefánsson, sem mynda hönnunarteymið
Hugdetta, frumsýna nýtt verkefni á
Stockholm Design Week, ásamt finnska hönnunarteyminu
Aalto&Aalto og sænska hönnuðinum
Petru Lilju. Hópurinn sýndi fyrst á Hönnunarmars 2015 undir heitinu
1+1+1, því næst á
Helsinki Design Week 2015 og nú koma þau aftur saman á
Stockholm Design Week 2016 þar sem nýtt viðfangsefni verður afhjúpað.
Samstarfið hefur gengið út frá því að hönnuðirnir ákveða þema til að vinna út frá, síðan skiljast leiðir og þau vinna að verkefninu í sitthvoru lagi. Rétt fyrir afhjúpun koma þau aftur saman og mynda eina heild úr því sem þau hafa unnið að hvert í sínu heimalandi.
Í fyrstu tilraun var ákveðið að hanna lampa. Hvert fyrirtæki hannaði því stand, fót og skerm. Með þessum hætti var hægt að mynda 27 lampagerðir í heildina. Því næst hönnuðu þau skápaeiningar sem hægt er að pússla saman á ýmsa vegu. Á
Stockholm Design Week frumsýna þau speglaseríu, en einnig er von á kertastjökum frá þeim fyrir
HönnunarMars 2016.
Sýning 1+1+1 verður haldin á il Caffe, Södermannagatan 23.
Skápur eftir 1+1+1, frumsýndur á Helsinki Design Week 2015
Garðar Eyjólfsson og Børk á Aurora
Verk eftir
Garðar Eyjólfsson og
Børk, hönnunarteymi sem samanstendur af þeim
Jóni Helga Hólmgeirssyni og
Þorleifi Gunnari Gíslasyni, verða til sýnis á
Aurora – Nordic Architecture and
Design á
Stockholm Design Week 2016.
Krafla eftir Børk verður til sýnis á Aurora
Aurora er norræn samssýning sem einblínir á það sem gerir norræna hönnun einstaka, s.s. út frá aðstæðum, efnisnotkun, framleiðsla ofl. Sýnining skiptist í tvo þætti; annars vegar er lögð áhersla á arkitektúr og almannaheill og hins vegar hönnun, út frá norrænum aðstæðum.
Þeir hönnuðir sem sýna á Aurora eru:
Peter Andersson
Mia Cullin
Þorleifur Gunnar Gíslason och Jón Helgi Hólmgeirsson
Garðar Eyjólfsson
Kristine Five Melvær
StokkeAustad
Kristin Hærnes Ihlen
Samuli Naamanka
Anna-Miia Suominen och Mikko Kärkkäinen
Jonas Edvard
Lesið meira um sýninguna
hér.
Katrín Ólína
Katrín Ólína segir frá nýjasta verki sínu,
Primitiva –
Talismans sem
frumsýnt var á
Helsinki Design Week 2015, á
Pecha Kucha
sem er
örfyrirlestraröð á S
tockholm Design Week.
Katrín Ólína tekur þátt í Pecha Kucha
Primitiva-Talismans er afrakstur rannsóknar Katrínar Ólínu við
Digital
Design Laboratory í
Aalto-háskólanum í Helsinki.
Þar dvaldi hún við rannsóknir á stafrænni tækni og þrívíddarprentun til
framleiðslu gripa sem byggja á smárri einingu sem hún kallar Primitivu.
Að baki verkefninu er margra ára þróunarvinna en í því sameinast ýmsir
þættir svo sem heimspeki, list, hönnun, tækni, stærðfræði og heimsfræði.
Lesið nánar um verkefnið á
www.hadesignmag.is.
Á
Pecha Kucha greina hönnuðir frá verkefnum sínum og hugðarefnum á innan
við 5 mínútum (20 myndir á hönnuð / 20 sekúndur á mynd).
Viðburðurinn fer fram í Berns, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 19.30.