Þrír kaupendur hafa þegar staðfest komu sína á kaupstefnuna DesignMatch á HönnunarMars. Þau eru Ferm Living, Normann Copenhagen og Mjölk.
Á
DesignMatch kaupstefnunni gefst hönnuðum á og frá íslandi tækifæri á að hitta kaupendur og framleiðendur í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að veita íslenskri hönnun brautargengi og stækka starfsumhverfi hönnuða. Samtal hönnuðar og kaupanda á deginum er upphaf að mikilvægum tengslum sem með áframhaldandi vinnu og viðhaldi getur þróast í dýrmætt samstarf.
DesignMatch fer fram á föstudaginn 11. mars. Nánar
hér.
Dæmi um fyrirtæki sem hafa áður tekið þátt í kaupstefnunni eru
Monoqi, Pop-Corn, Paper Collective, Muuto, HEM, Offecct, Iittala, Normann Copenhagen, Wrong for HAY,One Collection, One Nordic Furniture Company, Design House Stockholm, Artek and DesignTorget.
Dæmi um verkefni sem hafa orðið til fyrir tilstill
i DesignMatch:
Wall bookmark eftir
Vakna Design fyrir DesignTorget
Uggi Lights eftir
Dögg Guðmundsdóttur
Pop-Corn Catalogue Stone Hooks eftir
Helgu Sigurbjarnar fyrir Normann Copenhagen
Siggi Odds graphic posters fyrir Paper Collective
Twin Within necklaces fyrir Monoqi
Arco table eftir
Chuck Mack fyrir Design House Stockholm
Calendar eftir
Snaefrid & Hildigunnur fyrir Wrong for Hay síðan 2013
HAF light fyrir HEM.
Ferm living, Mjölk og Normann Copenhagen eru staðfestir kaupendur á DesignMatch. Smellið á myndirnar til að sjá meira.
www.fermliving.com
store.mjolk.ca
www.normann-copenhagen.com