Fréttir

20.1.2016

Arkitektafélag Íslands óskar eftir framkvæmdarstjóra


Mynd fengin af facebook-síðu Krads

Arkitektafélag Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra tímabundið í 60% starf.

Starfið felst í því að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri AÍ. Helstu verkefni fyrir utan daglegan rekstur eru að vinna með stjórn félagsins að ýmsum verkefnum ásamt því að kynna starfsvettvang og viðfangsefni arkitekta, efla samkeppnisþjónustu AÍ og halda úti metnaðarfullri heimasíðu.

Hæfniskröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Þekking og áhugi á byggingarlist

  • Reynsla af stjórn flókinna verkefna

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á ai@ai.is


Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.

















Yfirlit



eldri fréttir