Auglýst er eftir umsóknum í aukaúthlutun í Átak til atvinnusköpunar. Sérstök áhersla er lögð á hönnun og afþreyingu í ferðaþjónustu. Umsóknafrestur er til hádegis 21. janúar 2016.
Umsóknareyðublað
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Nánar
hér.