Fréttir

13.1.2016

Óskað eftir innsendinum í FÍT keppnina 2016



FÍT kallar eftir innsendingum í árlega keppni félagsins um það besta í grafískri hönnun á Íslandi 2015, en keppnin er nú haldin í fimmtánda skiptið.

Öll verk sem voru unnin á árinu 2015 eru gjaldgeng í FÍT 2016 keppnina. Eina skilyrði innsendinga eru að þau hafi verið birt. Það er að þau séu „raunveruleg verkefni fyrir viðskiptavin“ en ekki svokölluð „drauga-verkefni“ gerð eingöngu fyrir keppnina.

Áhersla er lögð á að stuttur texti fylgi með um þau verk sem send eru inn. Samanlagður stafafjöldi án bila skal þó ekki fara yfir 250 slög. Textaskjal skal fylgja með innsendingum.

Skila má inn verkefnum í fleiri en einn flokk en er þá hvert um sig sér innsending með tilheyrandi skráningargjaldi. Eintak af prentuðum gögnum þarf að fylgja hverri skráningu.

Athugið að í ár er breyting á flokknum Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun, en honum hefur verið skipt niður í tvo staka flokka; Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun.

Annað fyrirkomulag helst nokkuð óbreytt frá fyrri árum. Þar má nefna skráningarkerfið sem er rafrænt rétt eins og innsendingar á myndefni sem fer fram á vef FÍT.

Frekari upplýsingar um flokka og innsendingarreglur eru á keppni.teiknarar.is

Skil á verkum

Innsendingum skal skilað í Hönnunarmiðstöðin Íslands, Vonarstræti 4b.
Skráningargjald skal greitt inn á reikning FÍT kt. 530169–5379 banki 0111–26–505369 þegar verki er skilað inn og skal skráningarnúmer innsendingar fylgja með í skýringu.

„Early bird“: 28. janúar 2016
Lokaskil: 4. febrúar 2016

Verð á innsendingum fyrir FÍT meðlimi:

„Early bird“: 5.000 kr.
Lokaskil: 10.000 kr.

Verð á innsendingum fyrir aðra:

„Early bird“: 10.000 kr.
Lokaskil: 15.000 kr.

Frítt í nemendaflokk

Til að geta greitt lægri innsendingargjöld verða félagsgjöld að hafa verið greidd, en greiðsluseðlar verða á gjalddaga 2. feb. n.k. Félagsgjöldin eru 12 þús. krónur rétt eins og í fyrra. Ef félagsgjöld hafa ekki verið greidd gilda hærri innsendingargjöldin.
















Yfirlit



eldri fréttir