Fréttir

2.1.2016

North Limited hlutu tvenn verðlaun á London Design Awards


Þórunn Hannesdóttir, Mark Bergin og Guðrún Valdimarsdóttir á verðlaunaafhendingunni.

North Limited hlaut tvenn silfur verðlaun í London Design Awards 2015, sem er partur af alþjóðlegum hönnunarverðlaunum, eftir þátttöku á 100% London fyrr í haust.

North Limited samanstendur af þremur vörumerkjum, Færinu, Guðrún Vald og Bybibi, sem eru alveg aðskilin nema að því leyti að þau sýna saman undir einum hatti, deila markaðsmálum, tengslaneti og dreifingu á vörunum erlendis.


Hylur eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur.

Annarsvegar var það Hylur - skrifborð eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, sem hlaut verðlaun fyrir efni og hinsvegar BERG borðin, eftir Þórunni Hannesdóttur, sem hlutu verðlaun fyrir aðferðarfræði og efnisnotkun.



BERG borðin eftir Þórunni Hannesdóttur

Í kjölfar sýningarinnar 100% Design á hönnunarvikunni í London hlutu þær einnig verðlaun frá Houzz, fyrir bestu vörur sýningarinnar, og voru valin sem einn besti/áhugaverðasti básinn af Architonic.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Hönnunarmiðstöð Íslands í vikunni þar sem Mark Bergin, stjórnarformaður verðlaunina, kom sérstaklega til landsins til að afhenda verðlaunin.

North Limited hefur nú sýnt saman síðustu 2 ár og hafa vörurnar þeirra og þá sér í lagi samstarfið vakið mikla athygli hjá fjölmiðlum hið ytra. Þær stefna á að halda útrásinni áfram, en þær fengu nýverið styrk frá Hönnunarsjóði til þess að halda útrásinni áfram og taka þátt í hátíðinni að ári.

Hérna má sjá listann af öllum vinningshöfunum.





















Yfirlit



eldri fréttir