POPUP VERZLUN heldur upp á hátíðarnar með veglegum hönnunar og listamarkaði í porti Hafnarhússins laugardaginn 5. desember frá 11:00 til 17:00. Í ár verður markaðurinn með öðru sniði, fjölbreyttur hópur tekur þátt en boðið var listamönnum, vinnustofum og vefverslunum sem leggja áherslur á hönnunarvörur, þátttöku í fyrsta skiptið í ár, ásamt kokki og tónlistarfólki ýmiskonar.
Hönnuðurnir og listamennirnir sem taka þátt í jólamarkaði PopUp Verzlunar í ár eru eins ólíkir og þeir eru margir og sýna flóru af ferskum, nýjum og áhugaverðum vörum og listaverkum.
Í kynningu segir: „Líf og fjör verður í Hafnarhúsinu meðan á markaðnum stendur en þar verður nýjasta viðbót PopUp Verzlunar POPUP ELDHÚS sett upp. Vegan kokkurinn
Linnea Hellström er gestakokkur ásamt kærasta sínum
Krumma Björgvinssyni, stúlkur úr hljómsveitinni
Kælan Mikla munu standa vaktina með þeim. Matseðillinn verður jóla órólegur og spennandi og verður hægt að ylja sér um hjartaræturnar með Popumpkin graskers- og sætkartöflusúpu, Focchristmas samlokum, sætindum og ólgandi eplasíder. PopUp eldhúsið verður ævintýraupplifun og bragðlaukaferðalag fyrir alla sælkera þar sem fjölskyldur og vinir geta tyllt sér eftir kaupin undir jólalaga lista Krumma Björgvinssonar.“
„Tónlistaratriði verða með ríkjandi jólaanda en meðal annars verða söngatriði og sérstakt útgáfuhóf á bókinni og söngleiknum
Björt í Sumarhúsi, þar sem
Þórarinn Eldjárn og
Elín Gunnlaugsdóttir mæta og árita bækur og
Valgerður Guðnadóttir, Jón Svavar Jósefsson og
Una Ragnarsdóttir munu syngja atriði úr óperu söngleiknum.
Unnur Sara Eldjárn tekur lög af nýrri plötu sinni og
Kvennakór Kópavogs syngja jólalög.“
Nýjar vörur, jólaglaðninga, afslætti og ýmis tilboð verða í boði milliliðalaust beint til neytenda að venju. Frábært tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri að kynna sér og kaupa íslenska hönnun og myndlist á sérkjörum.
Jólamarkaður PopUp Verzlunar í ár verður stútfullur af fallegum lífstílsvörum, einstökum listaverkum, kræsingum og ljúfri tónlist.
Viðburður á facebook
#popupverzlun