Fréttir

4.1.2016

HA #2 er komið út!


Forsíðan á 2. tölublaði HA

HA er tímarit sem miðar að því að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif og mikilvægi góðrar hönnunar. Efnistök ritsins rista undir yfirborðið og veita dýpri sýn á hönnunarsamfélagið hér á landi.

Tímaritið kom fyrst út fyrir HönnunarMars 2015, en það kemur út tvisvar á ári og er á tveimur tungumálum – íslensku og ensku. 2. tölublað HA kom út á Hönnunarverðlaunum Íslands 2015 þann 24. nóvember, en þar er jafnframt að finna fyrstu umfjöllunina um verðlaunin.

Dæmi um fleiri greinar sem finna má í blaðinu eru:

  • Víðáttur hafsins | Sjávarklasinn og það öfluga starf sem fer fram þar
  • Svipmyndir | Hönnuðir segja frá nýlegum verkefnum
  • Vaxtaverkir | Hönnun ferðamannastaða á Íslandi
  • Landsspítalinn við Hringbraut | Hönnuðir tjá sig um verkefnið
  • Steinunn Marteinsdóttir, leirlistakona, deilir úr viskubrunni sínum
  • Sjónum beint að hönnun fyrir yngri kynslóðina
  • Viðtöl við Brynjar Sigurðarson, Doppelganger, Katrínu Ólínu og Sif Baldursdóttur (Kyrja) ofl.

Með HA getur þú tileinkað þér skapandi hugsun og öðlast dýpri þekkingu á hönnun og arkitektúr.


 
Myndaþáttur eftir Hrefnu Sigurðardóttur


HA er gefið út af Hönnunarmiðstöð Íslands en allir aðildarfélagar Hönnunarmiðstöðvar fá tímaritið sent heim að dyrum, eða rúmlega 1000 fagmenntaðir hönnuðir og arkitektar.

HA fæst meðal annars í öllum verslunum Eymundsson, Spark Design Space, Kraum, Listasafni Reykjavíkur, Epal Skeifunni og Epal í Hörpu.

Verð í lausasölu 2.900 kr.
Verð í áskrift 2.300 kr. (per eintak)

Þeir sem vilja gerast áskrifendur geta sent tölvupóst á askrift@hadesignmag.is. Áskrifendur geta sagt sig úr áskrift hvenær sem er með því að senda póst á ofangreint póstfang.

Nýttu þér áskriftartilboð HA og vertu í hópi rúmlega eitt þúsund arkitekta og hönnuða sem fá tímaritið sent heim að dyrum.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.





Að útgáfunni standa níu aðildarfélög Hönnunarmiðstöðar;
 Arkitektafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Textílfélagið, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra teiknara.

Fylgist með HA á facebook.com/hadesignmag

Og á www.hadesignmag.is
















Yfirlit



eldri fréttir