Fréttir

27.11.2015

Aðventugleði Hönnunarmiðstöðvar Íslands



Aðventugleði Hönnunarmiðstöðvar Íslands verður haldin fimmtudaginn 3. desember á milli kl. 17-19. Gera má ráð fyrir að þetta sé síðasta jólagleðin í núverandi húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar á Vonarstræti 4b, einnig þekkt sem Torg Vonar, því þætti okkur vænt um að sjá ykkur sem flest.

Lítið verður dansað í kringum jólatré, hinsvegar má gera ráð fyrir nokkuð fljótandi dagskrá - því er aldrei að vita nema einstaka hönnuðir verði til í smá snúning. Allavega gott spjall.

Þá verða nokkrir hressir jólasveinar á svæðinu, þar ber helst að nefna Kokteilagaur (áður þekktur sem Giljagaur), sem magnar jólaseyði úr íslenska Brennivíninu, Stúf sem fer eitthvað á stúfana á meðan Dj (J)Óli Dóri þeytir jólaskífum undir taktföstum skellum Hurðarskellis. Að lokum er væntingastjórnun og lýsingahönnun alfarið í höndum Kertasníkirs.

Allir velkomnir!

Viðburður á facebook.

*Við erum Hönnunarmiðstöð Íslands, Hönnunarsjóður Auroru, Arkitektafélag Íslands, Kraumur tónlistarsjóður og Velgerðarsjóður Auroru.
















Yfirlit



eldri fréttir