Fréttir

23.11.2015

Afmælisþing Rannís




Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Til að fagna tímamótunum býður Rannís í samráði við Vísinda- og tækniráð til afmælisþings þann 26. nóvember nk. frá kl. 14:00 til 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, í sal A-B.

Gestum gefst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar, auk þess sem Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða afhent.

Þinginu lýkur með móttöku og léttum veitingum í boði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Dagskrá

Setning 
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
 
Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs

Vísindastarf á tímamótum – staða rannsókna við Háskóla Íslands 1984-2014
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Háskólarannsóknir og nýsköpun. Hvernig verður hugmynd að verðmætri vöru?
Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnunar

Menntun og mannauður – áskoranir í íslensku menntakerfi
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík

Látum stóra drauma verða að veruleika 
Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri vísindamiðlunar hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjunkt í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Þingslit, móttaka og léttar veitingar

















Yfirlit



eldri fréttir