Fréttir

24.11.2015

Málþing í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands 2015



Málþing um tækifæri í hönnun og framleiðslu á Íslandi verður haldið í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands þann 24. nóvember næstkomandi. Málþingið, sem ber yfirskriftina: „Að brúa bilið á milli hönnuða og framleiðanda“, verður haldið á Kjarvalsstöðum frá kl. 15.30-17.30, að því loknu fer fram afhending verðlaunanna.

Málþingið er frítt og opið öllum, en gestir eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan - fyrir miðnætti, mánudaginn 23. nóvember.

Smelltu hér til að skrá þig

Í kynningu segir:

„Með breyttum neysluháttum, aukinni áherslu á staðbundna framleiðslu, gagnsæi og gríðarlegri fjölgun ferðamanna eiga sér stað stakkaskipti í íslensku samfélagi. Segja má að „íbúum“ á  Íslandi fjölgi um hundruði þúsunda ári hverju. Í þessum vexti felast tækifæri til þróunar vöru og þjónustu. Fjölgun ferðamanna fylgja aukin alþjóðleg samskipti og möguleikar til markaðssóknar og útflutnings.“

„Nú er lag að horfa til framtíðar, vanda til verka og efla fjölbreytni í atvinnulífi. Þar er hönnun lykilatriði til árangurs.“

Dagskrá

15.30–17.30

Ávarp

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ

Örfyrirlestrar

Jóel Pálsson, Farmers Market
Páll Kr. Pálsson, Varma
Guðrún Lilja, Bility  
Guðmundur Ásgeirsson, Á. Guðmundsson
Hafsteinn Júlíusson, HAF studio
Garðar Eyjólfsson, fagstjóri vöruhönnunar hjá LHÍ
16:50

Umræður

Almar Guðmundsson, Samtök iðnaðarins  
Bergþóra Guðnadóttir, Farmers Market
Fríða Ingvarsdóttir, rektor LHÍ
Guðrún Lilja, Bility
Hilmar B. Janusson, HÍ  
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Stjórnandi dagsins: Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ
Umræðustjóri : Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Að loknu málþingi fer fram afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2015.

Það er Hönnunarmiðstöð Íslands sem stendur að viðburðinum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.





















Yfirlit



eldri fréttir