Föstudaginn 13. nóvember, úthlutaði Hönnunarsjóður styrkjum til þrettán verkefna, samtals að fjárhæð 15,5 m. Þetta er fjórða og síðsta úthlutunin á árinu, en styrkirnir voru afhentir af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra við formlega athöfn í Hönnunarmiðstöð Íslands.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 108 umsóknir af öllum sviðum hönnunar en samtals var sótt um rúmlega 200 m. kr., sem er tífalt hærri upphæð en það sem sjóðurinn hefur úr að spila.
Meginhlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Veittir voru styrkir til margvíslegra verkefna; þróunar og rannsókna, verkefna- og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Markaðssetning erlendis gríðarlega mikilvæg
Þrettán verkefni fengu styrk og eru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 500.þús.kr. - 1.5 m. Þrjú verkefni fengu 2 m. kr. í styrk, en það er hæsta upphæðin sem var úthlutað í þessari atrennu.
Styrkhafar ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Halldóru Vífilsdóttur, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs.
Alls voru veittir styrkir til markaðssetningar erlendis að upphæð 10.5
m.kr. en sjóðnum er m.a. ætlað að stuðla að auknum útflutningi
íslenskrar hönnunar. Styrkir til þróunar- og rannsókna nema 1.5 m.kr.
Þar að auki voru veittir fimmtán ferðastyrkir að upphæð 100 þús.kr.
hver.
Þau verkefni sem hlutu almenna styrki eru eftirfarandi:
Spakmannsspjarir | Útrás Spakmannsspjara, 2.000.000 kr.
Kjartan Óskarsson | Halo lampi, 2.000.000 kr.
North Limited | Markaðssetning á North Limited í Bretlandi, 2.000.000 kr.
Genki Instruments | TE, 1.000.000 kr.
TOS | Veggur af vegg - lóðrétt landslag, 1.000.000 kr.
Rán Flygenring | Heimildateiknarinn, útgáfa, 1.000.000 kr.
Laufey Jónsdóttir og
Anna Margrét Björnsson | Barnabókin Leynigesturinn, 1.000.000 kr.
Aurum | Áframhaldandi markaðs- og sölusókn í Bretlandi, 1.000.000 kr.
Arkitektar Hjördís og Dennis | Hús árstíðanna - vistvæn/ sjálfbær íbúðarhús, 1.000.000 kr.
Steinunn Björg Helgadóttir | Vefnaður, 500.000 kr.
Halldóra Arnardóttir | Bókverk um Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt, 500.000 kr.
Hanna Dís Whitehead | Dialog 02 - Matarstell, 500.000 kr.
Sif Baldursdóttir | Markaðs- og sölusókn Kyrju, 500.000 kr.
Þau sem hlutu ferðastyrk að upphæð 100.000kr.:
Ingi Kristján Sigurmarsson
Þórður Grímsson
Stefán Snær Grétarsson
Fatahönnunarfélag Íslands
Erla María Árnadóttir
Jónas Valtýsson
Steinunn Eik Egilsdóttir
Guja Dögg Hauksdóttir
Scintilla
Kristín María Sigþórsdóttir
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir
Þóra Birna Björnsdóttir
Rebekka Jónsdóttir
Smelltu hér til að skoða myndir frá úthlutuninni.
Næst verður opnað fyrir umsóknir fyrir 2016 um miðjan desember. Fylgist með á
sjodur.honnunarmidstod.is.